
Ungbarnaleikskóli
Hugmyndabanki
Það er leikur að læra að tala
Af hverju hugmyndabanki fyrir ungbarnaleikskóla?
Þessi vefsíða er hluti af B.Ed verkefni mínu í leikskólakennarafræði.
Að mínu mati eru hugmyndir að starfi með börnum á aldrinum eins til tveggja ári af skornum skammti í samanburð við aðra aldurshópa leikskólabarna. Óformleg könnun á facebook hópnum leikur og leikskólastarf gaf til kynna að margir eru á sömu skoðun.
Því taldi ég upplagt að útbúa vefsíðu með samansafni hugmynda sem henta í starfi með ungbörnum. Til að afmarka viðfangsefnið kaus ég að beina sjónum að málörvun sem ég tel afar mikilvæga í starfi með ungbörnum.
Seinna mun ég bæta við fróðleik um yngstu börnin, verkefni sem tengjast skynjun og sköpun ásamt skyn- og hreyfileikjum.
Yngstu börnin
Fróðleikur
Málörvunar-
starf
Skynjun
og sköpun

Skyn- og hreyfileikir

Orkan geislar, ég hoppa og hlæ.
Þú ert til staðar fyrir mig þegar ég meiddi fæ.
Þú lyftir mér upp og gefur mér knús.
Þú ert í huga mínum þegar ég er komin heim í mömmu og pabba hús.
Þú leikur við mig og gerir mér gott.
Þú lest og spilar og mér finnst þú flott.
Þú þurrkar tárin og talar við mig – það er þitt fag.
Þú fyllir dagana mína af hlátri og syngur lag.
Við berjumst við ljón, nornir og tröll.
Við förum í sjóræningjaleik og hlæjum öll.
En umfram allt ertu besti fullorðins-vinur minn.
Ég hlakka til að morgun –
því í leikskólanum ÞIG ég finn.
Höf.: Janne Terese Gausel, leikskólakennari
Íslensk þýðing: Bryndís Björk Eyþórsdóttir, leikskólakennari

I AM A TODDLER
I am not build to sit still,
keep my hands to myself,
take turns, be patient,
stand in line or keep quiet,
I need motion, novelty,
adventure and to engage the world with my whole body
Let me play.